Síðdegis 4. janúar 2025 gekk tunglið fyrir Satúrnus frá Íslandi séð. Við fönguðum þennan sjaldséða atburð á mynd.
Að morgni laugardagsins 29. mars 2025 verður umtalsverður deildarmyrkvi á sólu sjáanlegur frá Íslandi öllu, ef veður leyfir.
Ef vel viðrar sést almyrkvi á tungli frá Íslandi að morgni föstudagsins 14. mars 2025
Að morgni 18. desember 2024 gekk tunglið fyrir Mars frá Íslandi séð og við náðum að sjálfsögðu myndum af fegurðinni
Deildarmyrkvi á sólu, tunglmyrkvi og bjartar reikistjörnur prýða íslenska stjörnuhiminninn árið 2025
Að morgni föstudagsins 22. nóvember sást fallegur vígahnöttur á vesturhimni. Vígahnötturinn sprakk yfir Grænlandshafi um það bil 200 km vestur af Reykjavík.
Það er sáraeinfalt að læra á norðurljósaspána. Með því að kynna sér geimveðurgögn og rýna í skýjahuluspána er mjög líklegt að þú sjáir norðurljós. Smá þkking er allt sem þarf.
Óvenju glæsileg norðurljósadýrð sást á himni yfir Íslandi og um nánast allan heim 10.-11. október 2024.