Iceland at Night

Um vefinn

icelandatnight.is

Iceland at Night er ritstýrt af og í eigu Sævars Helga Bragasonar og Gísla Más Árnasonar. Báðir hafa þeir áratugalanga reynslu af stjörnuskoðun og norðurljósaskoðun. Kíktu á hinn vefinn okkar, solmyrkvi2026.is.

Auglýsingar & fyrirspurnig

Hefurðu áhuga á að auglýsa á vefnum? Ertu með spurningu? Sendu okkur skilaboð [email protected].

Sævar Helgi Bragason

Watching the Northern Lights over the Arctic Henge in north Iceland. Credit: Babak Tafreshi

Sævar Helgi Bragason er margverðlaunaður vísindamiðlari og stjörnufræðikennari. Á daginn starfar hann sem sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs. Á kvöldin þegar veður leyfir sýnir hann fólki á öllum aldri stjörnuhiminninn og norðurljós. Hann starfar einnig hjá Háskóla Íslands og Segulmælingastöðinni í Leirvogi í hjáverkum.

Sævar er stjórnarmaður í Stjarnvísindafélagi Íslands og meðlimur í evrópska stjarnvísindafélaginu.

Sævar er höfundur bóka um vísindi fyrir börn og almenning, þar á meðal Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna og Iceland at Night: Your Guide to Northern Lights and Stargazing in Iceland. Hann hefur stýrt fjölda sjónvarpsþátta og unnið í útvarpi við vísindafræðslu hjá RÚV.

Gísli Már Árnason

Gísli Már Árnason shooting the Northern Lights over Hraunfossar waterfalls in West Iceland. Credit: Babak Tafreshi. From the book Iceland at Night: Your Guide to Northern Lights and Stargazing in Iceland

Gísli Már Árnason er þaulreyndur stjörnuáhugamaður og stjörnuljósmyndari.

Tvisvar á ári skipuleggur hann og leiðir ljósmyndaferðir um Ísland ásamt Babak Tafreshi og Sævari.

Á Hótel Rangá sýnir Gísli fólki undur næturhiminsins þegar veður leyfir.

Teymi

Ritstjórar: Sævar Helgi Bragason & Gísli Már Árnason

Eigandi: Voyager ehf  / Icelandatnight.is 

Hönnun og vefþróun: Helga Kristín Gunnarsdóttir & Jón Trausti Arason / Slidesome ehf.