Iceland at Night

Segulmælingastöðin í Leirvogi

Hvernig á að lesa í gögnin frá segulmælingastöðinni í Leirvogi

Sólvindurinn hefur áhrif á segulsvið Jarðar. Þegar sólvindur skellur á segulhvolfinu byrjar segulsviðið að hristast og titra eins og þvottasnúrur á vindasömum degi. Þetta veldur segultruflunum sem gætu bent til þess að norðurljós muni birtast eða séu á himni.

Segulmælingar eru gerðar í segulmælingastöðinni í Leirvogi í Mosfellsbæ. Stöðin er 12 km aust-norðaustur af Reykjavík. Þar sem norðurljósavirkni sveiflast þónokkuð milli staða eru staðbundnar segulmælingar mjög gagnlegar norðurljósaunnendum.

Grafið hér undir sýnir því sem næst gögn í rauntíma frá segulmælingastöðinni í Leirvogi. Gögnin uppfærast sjálfkrafa á tveggja mínútna fresti. Hreyfing á grafinu bendir til segultruflana (norðurljósa) en ef línan er bein er lítið sem ekkert að gerast á himni. Horfðu sérstaklega eftir því þegar línan hrekkur skarpt niður. Það bendir til þess að hviða (e. substorm) sé í gangi, þegar norðurljós verða björtust og virkust.

Segultruflanir í segulmælingastöðinni í Leirvogi - síðust 12 klukkustundir

K-gildi í Leirvogi

K-gildi í Leirvogur eru reiknuð út frá mældum eins mínútna gildum yfir þriggja stunda tímabil. K-gildin hér undir sýna hversu miklar segultruflanir hafa orðið undanfarna viku. Grafið uppfærist af sjálfu sér.

Um stöðina

Segulmælingastöðin í Leirvogi var sett á laggirnar árið 1975 og er rekin af Háskóla Íslands.